Jarðtenging um jólin eftir tónleikaferðalag um Evrópu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:00 Árný Margrét og Ásgeir Trausti voru að senda frá sér lagið Part of Me. Aðsend „Við gerðum þetta lag svolítið óvænt. Við hittumst einn daginn, settumst niður og prófuðum að gera eitthvað saman,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét um lagið Part of Me sem hún og Ásgeir Trausti voru að senda frá sér. Hér má heyra lagið: Klippa: Ásgeir & Árný Margrét - Part of Me Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag en Ásgeir og Árný hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu í vetur. „Ásgeir var með einhverja gítarlínu og við prófuðum að semja laglínu ofan á. Við töluðum smá um viðfangsefni og texta, við erum bæði frá litlum bæjum úti á landi svo við tengdum bæði við það að skilja við heimabæinn sinn og að eiga sterkar minningar þaðan, segir Árný og bætir við að það hafi þá verið hugmyndin á bak við lagið. Næsta dag var ég komin með texta og við kláruðum lagið. Þetta var ótrúlega fljótt ferli, ég held að þetta hafi bara gerst á réttum stað á réttum tíma.“ Samstarfið gekk mjög vel að sögn Árnýjar. „Við vinnum í sama stúdíói og erum alltaf að umgangast hvort annað en það var ekki fyrr en núna nýlega sem við byrjuðum að þekkjast betur og vinna saman.“ Aðspurð hvað sé á döfinni hjá þeim í tónlistinni segir hún: „Við vorum að klára mánaðar tónleikaferðalag um Evrópu rétt í þessu, ég held að það sem er á plani núna sé bara að komast heim fyrir jól og stíga aðeins niður á jörðina. Svo erum við bæði að vinna í nýjum plötum.“ Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hér má heyra lagið: Klippa: Ásgeir & Árný Margrét - Part of Me Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag en Ásgeir og Árný hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu í vetur. „Ásgeir var með einhverja gítarlínu og við prófuðum að semja laglínu ofan á. Við töluðum smá um viðfangsefni og texta, við erum bæði frá litlum bæjum úti á landi svo við tengdum bæði við það að skilja við heimabæinn sinn og að eiga sterkar minningar þaðan, segir Árný og bætir við að það hafi þá verið hugmyndin á bak við lagið. Næsta dag var ég komin með texta og við kláruðum lagið. Þetta var ótrúlega fljótt ferli, ég held að þetta hafi bara gerst á réttum stað á réttum tíma.“ Samstarfið gekk mjög vel að sögn Árnýjar. „Við vinnum í sama stúdíói og erum alltaf að umgangast hvort annað en það var ekki fyrr en núna nýlega sem við byrjuðum að þekkjast betur og vinna saman.“ Aðspurð hvað sé á döfinni hjá þeim í tónlistinni segir hún: „Við vorum að klára mánaðar tónleikaferðalag um Evrópu rétt í þessu, ég held að það sem er á plani núna sé bara að komast heim fyrir jól og stíga aðeins niður á jörðina. Svo erum við bæði að vinna í nýjum plötum.“ Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“