Heimsmeistararnir í úrslit eftir dramatíska framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2023 18:29 Noregur er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta. EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT Noregur, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur gegn Dönum í framlengdum spennutrylli í kvöld, 28-29. Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið. HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira
Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið.
HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira