Berghlaup á Grænlandi gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2023 07:57 Myndin sýnir sex kílómetra breitt og eittþúsund metra hátt belti berghlaupsins. Kristian Svennevig/GEUS Berghlaup sem varð við vesturströnd Grænlands við lok síðustu ísaldar er það stærsta sinnar tegundar sem vitað er um á jörðinni. Vísindamönnum reiknast til að það gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal. Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal.
Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23