Lyfjameðferð í skaðaminnkun Bjarni Össurarson Rafnar og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 17. desember 2023 10:01 Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar