Tónleikahald var áberandi um helgina og má þar nefna Jólagesti Björgvins Halldórssonar, Bríet í Hörpu, IceGuys í Kaplakrika og Heima um jólin með Friðriki Ómari Hjörleifssyni, ásamt gestum í Hörpu. Öllu var til tjaldað í steypiboði Birgittu Lífar og mátti sjá á samfélagsmiðlum að tökulið var á staðnum. Aðdáendur LXS-seríunnar mega líklega búast við að veislan verði í næstu þáttaröð.
Þrennir tónleikar IceGuys
Fjöldi fólks mætti á tónleika IceGuys í Kaplakrika um helgina en hljómsveitin hélt þrenna tónleika á laugardag.
Lilja Gísla förðunarfræðingur og Eva Ruza létu sig ekki vanta.
Fín á ferðinni
Elísabet Gunnars var glæsileg og klæddist ljósum pels með loðhúfu.
„Bumba“ í pallíettum
Eva Laufey Kjaran birti mynd af sér prúðbúinni í pallíettukjól. „Það þarf að viðra þessa bumbu og helst í pallíettum,“ skrifar Eva við myndina.
Þrjár söngdívur
Svala Björgvins kom fram á jólatónleikum föður síns, Jólagestir Björgvins, ásamt Röggu Gísla og Guðrúnu Eyfjörð.
Slaufur og rautt
Sunneva Einars var glæsileg í rauðum pallíettukjól með slaufu í hárinu á Hótel Geysi um helgina.
Grá jól
Erna Hrund Hermannsdóttir vörumerkjastjóri og áhrifavaldur var smart í gráum íþróttagalla frá AIM'N sport.
Þrítugsafmæli á Kjarval
Ásthildur Bára Jensdóttir fagnaði þrítugafmæli sínu með pompi á prakt á vinnustofu Kjarvals um helgina.

Fertug og fögur
Eva Dögg Rúnarsdóttir, eigandi Reykjavík Ritual, fagnaði fertugsafmæli sínu á laugardaginn í veislusal BakaBaka.

Skálar fyrir aðventunni
Kolbrún Pálína Helgadóttir skálaði fyrir aðventunni og minnti fólk á að njóta hennar.
„Þetta er tíminn til að njóta, þakka, vera og gera með sínu allra besta fólki. Brosa, hlæja og hafa gaman. Það má.“
Blátt steypiboð
Vinkonur og fjölskylda Birgittu Lífar Björnsdóttur héldu glæsilegt steypiboð fyrir ófæddan Enoksson um helgina.
Jólaklippingin
Camilla Rut Rúnarsdóttir fer ekki í köttinn í ár þar sem hún er komin með nýja jólaklippingu.
Miðaldra jólabarn
Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir pósaði fyrir framan jólatréð.
Síðustu gjafirnar komnar í hús
Stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró, spókaði sig um miðbæinn og kláraði síðustu jólagjafirnar.
Hótel og Hlölli
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon knattspyrnumaður gerðu vel við sig um helgina. Parið skellti sér á tónleika ásamt góðum vinum og enduðu kvöldið á hótelherbergi með Hlölla-bát.