Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2023 11:56 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira