Hátíðarmaturinn sem klikkar ekki Ali 19. desember 2023 08:50 Það er svo skemmtilegt með Hamborgarhrygginn er að hann má elda á ótal máta. Hér fylgir skotheld uppskrift. Ali Hamborgarhryggurinn hefur verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í að verða 80 ár en Ali fagnar einmitt 80 ára afmæli á næsta ári. Mikil natni er lögð í framleiðsluna, hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðann. Hamborgarhryggur eða Hamborgarahryggur? Nafnið á þessum vinsæla hátíðarmat hefur valdið smávegis misskilningi gegnum tíðina. Hvort á að segja Hamborgarhryggur eða Hamborgarahryggur? „Hver einustu jól þá kemur upp þessi umræða. Það er rétt að segja Hamborgarhryggur sem er líklega tökuorð frá danska heitinu “Hamburgerryg”. Misskilningurinn hérlendis liggur trúlega þar að orðið ‘Hamburger’ þýðir í raun hamborgari, sem er dregið frá norður þýsku borginni Hamborg,“ segir Helena Marteinsdóttir, Markaðsstjóri Ali. Saltminni Hamborgarhryggur og einfaldari matreiðsla „Saltmagnið í Hamborgarhryggurinnum okkar hefur minnkað í gegnum tíðina. Það býður upp á enn fleiri eldunarmöguleika og einfaldar um leið eldamennskuna. Það er bæði hægt að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Þegar það kemur að hátíðarmatnum þá má ekkert klikka, því leggjum við áherslu á bragðgæði og að einfalda eldamennskuna,“ segir Helena. Grillaður Hamborgarhryggur á hátíðarborðið „Sumir halda fast í hefðirnar og elda hrygginn alltaf eins á hverju ári eftir kúnstarinnar reglum svo eru aðrir duglegir að prufa sig áfram í eldamennskunni. En það er svo skemmtilegt með Hamborgarhrygginn að hann má elda á ótal máta. Við fáum að heyra allskonar skemmtilegar sögur á hverju ári frá viðskiptavinum sem eru að segja okkur frá því hvernig til hefur tekist við að elda hátíðarmatinn. Það sem kom á óvart í fyrra var að þó nokkrir eru farnir að grilla Hamborgarhrygginn og segja það vera algjörlega frábært. Það er því um að gera fyrir alla grillara landsins að prufa þetta,“ segir Helena. Einföld uppskrift af ljúffengum Ali Hamborgarhrygg Stillið ofninn á 150-160°C og skerið tígulmynstur í puruna á Hamborgarhryggnum eftir smekk. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt í pottinn. Einnig er hægt að setja hrygginn á ofngrind og hella 1 lítra af vatni í ofnskúffu sem er komið fyrir neðst í ofninum. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn eldast í um 45-60 mínútur eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hamborgarhryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum í potti á vægum hita 300 gr. púðursykur 100 gr. tómatpúrra 100 gr. sinnep Hrygginn er síðan penslaður með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C. Jól Matur Uppskriftir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Hamborgarhryggur eða Hamborgarahryggur? Nafnið á þessum vinsæla hátíðarmat hefur valdið smávegis misskilningi gegnum tíðina. Hvort á að segja Hamborgarhryggur eða Hamborgarahryggur? „Hver einustu jól þá kemur upp þessi umræða. Það er rétt að segja Hamborgarhryggur sem er líklega tökuorð frá danska heitinu “Hamburgerryg”. Misskilningurinn hérlendis liggur trúlega þar að orðið ‘Hamburger’ þýðir í raun hamborgari, sem er dregið frá norður þýsku borginni Hamborg,“ segir Helena Marteinsdóttir, Markaðsstjóri Ali. Saltminni Hamborgarhryggur og einfaldari matreiðsla „Saltmagnið í Hamborgarhryggurinnum okkar hefur minnkað í gegnum tíðina. Það býður upp á enn fleiri eldunarmöguleika og einfaldar um leið eldamennskuna. Það er bæði hægt að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Þegar það kemur að hátíðarmatnum þá má ekkert klikka, því leggjum við áherslu á bragðgæði og að einfalda eldamennskuna,“ segir Helena. Grillaður Hamborgarhryggur á hátíðarborðið „Sumir halda fast í hefðirnar og elda hrygginn alltaf eins á hverju ári eftir kúnstarinnar reglum svo eru aðrir duglegir að prufa sig áfram í eldamennskunni. En það er svo skemmtilegt með Hamborgarhrygginn að hann má elda á ótal máta. Við fáum að heyra allskonar skemmtilegar sögur á hverju ári frá viðskiptavinum sem eru að segja okkur frá því hvernig til hefur tekist við að elda hátíðarmatinn. Það sem kom á óvart í fyrra var að þó nokkrir eru farnir að grilla Hamborgarhrygginn og segja það vera algjörlega frábært. Það er því um að gera fyrir alla grillara landsins að prufa þetta,“ segir Helena. Einföld uppskrift af ljúffengum Ali Hamborgarhrygg Stillið ofninn á 150-160°C og skerið tígulmynstur í puruna á Hamborgarhryggnum eftir smekk. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt í pottinn. Einnig er hægt að setja hrygginn á ofngrind og hella 1 lítra af vatni í ofnskúffu sem er komið fyrir neðst í ofninum. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn eldast í um 45-60 mínútur eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hamborgarhryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum í potti á vægum hita 300 gr. púðursykur 100 gr. tómatpúrra 100 gr. sinnep Hrygginn er síðan penslaður með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.
Jól Matur Uppskriftir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira