Tiger Woods telur sig enn geta unnið PGA mót Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 21:30 Tiger Woods gæti lyft 84. PGA mótstitlinum sínum á næsta ári. Richard Heathcote/Getty Images Tiger Woods hefur hægt og rólega snúið aftur á golfvöllinn eftir að hann slasaðist í bílslysi fyrir nær þremur árum. Hann stefnir á að taka þátt í PGA móti í hverjum mánuði árið 2024. Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti