„Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu“ Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 00:01 Ólafur segir að honum hafi ekki verið nein launung á því, hann var á heimleið. Hélt að þetta væri búið. Fjölmargir hringdu í hann í dag og í kvöld og þökkuðu honum fyrir en svo snarfækkaði í þeim hópi. vísir/stöð2 „Ég segi nú ekkert gott. Ég sit hér og horfi á gos,“ segir Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson fyrrverandi skipstjóri og nú veitingamaður. Sem fylgist nú með gosinu - úr hæfilegri fjarlægð. Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira