Skásta staðsetningin sem hægt var að fá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. desember 2023 02:48 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Búast má við því að hratt muni draga úr hraunflæði eldgossins á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir gosið á besta stað miðað við aðstæður. Hraun renni ekki í átt að Grindavík, og það þurfi að renna langt til að ná varnargörðum við Svartsengi. „Sú lýsing sem hefur komið fram, og hún bara stendur, er að þetta er verulegt gos. Það er fjögurra kílómetra löng sprunga sem nær svona frá Sundhnúk og vel norður fyrir Stóra-Skógfell,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að loknum stöðufundi vísindamanna og viðbragðsaðila í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð nú í nótt. Kvikurennslið sé mikið miðað við fyrri gos á svæðinu. Gróflega metið sé það nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „En það er sjálfsagt byrjað að draga úr því nú þegar. Hraunið rennur meira til austurs en til vesturs, sem er heppilegt. Það er ekki hraunrennsli í átt til Grindavíkur og það er töluverður spotti áður en þetta myndi ná niður að þessum nýju varnargörðum við Svartsengi og það svæði. Þannig að staðsetningin er sú skásta sem hægt er að fá miðað við það að þetta er virkt svæði.“ Fljúga aftur yfir klukkan fjögur Reikna megi með því að dragi úr hraunflæðinu, þó ómögulegt sé að segja hversu stórt gosið reynist þegar upp er staðið. „Það gæti staðið í einhvern tíma, en það myndi þá væntanlega draga töluvert úr hraunrennslinu mjög hratt eins og gerist eftir kröftugt upphaf svona gosa. Það er algengast.“ Magnús Tumi mun ásamt fleiri vísindamönnum fara í vísindaflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan fjögur í nótt. „Við förum aftur með þyrlunni og tökum þá stöðuna aftur og berum saman við það sem við sáum um miðnætti,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31 Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Sú lýsing sem hefur komið fram, og hún bara stendur, er að þetta er verulegt gos. Það er fjögurra kílómetra löng sprunga sem nær svona frá Sundhnúk og vel norður fyrir Stóra-Skógfell,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að loknum stöðufundi vísindamanna og viðbragðsaðila í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð nú í nótt. Kvikurennslið sé mikið miðað við fyrri gos á svæðinu. Gróflega metið sé það nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „En það er sjálfsagt byrjað að draga úr því nú þegar. Hraunið rennur meira til austurs en til vesturs, sem er heppilegt. Það er ekki hraunrennsli í átt til Grindavíkur og það er töluverður spotti áður en þetta myndi ná niður að þessum nýju varnargörðum við Svartsengi og það svæði. Þannig að staðsetningin er sú skásta sem hægt er að fá miðað við það að þetta er virkt svæði.“ Fljúga aftur yfir klukkan fjögur Reikna megi með því að dragi úr hraunflæðinu, þó ómögulegt sé að segja hversu stórt gosið reynist þegar upp er staðið. „Það gæti staðið í einhvern tíma, en það myndi þá væntanlega draga töluvert úr hraunrennslinu mjög hratt eins og gerist eftir kröftugt upphaf svona gosa. Það er algengast.“ Magnús Tumi mun ásamt fleiri vísindamönnum fara í vísindaflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan fjögur í nótt. „Við förum aftur með þyrlunni og tökum þá stöðuna aftur og berum saman við það sem við sáum um miðnætti,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31 Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31
Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25