Fólk geti komið sér í þannig ógöngur að ekki sé hægt að bjarga því Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2023 12:57 „Það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum,“ segir Víðir sem tekur þó fram að ef fólk lendi í ógögnum skuli það hringja í neyðarlínuna. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, biðlar til fólks að fylgja fyrirmælum stjórnvalda varðandi eldgosið. Fólk sem fari að gosinu í óleyfi geti komið sér í þá stöðu að ekki verði hægt að bjarga því. „Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
„Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira