Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Helena Rós Sturludóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 14:23 Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur er á Reykjanesskaganum. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira