Sá besti á árinu bjó til jólalag með Ladda Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 14:01 Már Gunnarsson og Laddi spreða seðlum í Kringlunni í myndbandi við nýja jólalagið þeirra. Skjáskot/Youtube Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman. Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“ Sund Jólalög Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
Már og Sonja Sigurðardóttir voru í gær heiðruð sem íþróttafólk ársins hjá ÍF við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Þau ræddu við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær þar sem Már var meðal annars spurður út í nýja jólalagið, sem sjá má hér að neðan. „Ég og vinur minn Laddi ákváðum að taka saman upp lagið „Mér finnst ég bara eiga það skilið“. Lag eftir mig og texti eftir góðan vin minn Tómas Eyjólfsson. Það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Már á Grand Hótel í gær. „Við gáfum út tónlistarmyndband fyrir tveimur vikum og það er gaman að segja frá því að þetta var þriðja mest spilaða tónlistarmyndbandið á YouTube á Íslandi í síðustu viku,“ benti Már á. Már og Sonja hafa svo sannarlega átt gott ár og náðu bæði góðum árangri á HM í 50 metra laug í Manchester, sem skapaði þeim góða möguleika á að komast á Ólympíumótið í París næsta sumar. „Maður er bara smá skjálfandi,“ sagði Sonja eftir viðurkenninguna í gær, sem hún hlaut þá í fjórða sinn á löngum og farsælum ferli í sundinu. „Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Að toppa kannski,“ sagði Sonja. Már segir ljóst að markmið sitt sé núna að styrkja stöðuna á heimslista til að auka líkurnar á að komast til Parísar: „Ég var búinn að lýsa því yfir að ég væri hættur. Ég hætti í rúmt ár, en er núna búinn að vera að æfa í rúmt ár aftur. Íþróttasambandið er í raun að segja við mig: „Hey Már, við erum ánægð að hafa þig hérna áfram. Þú ert að standa þig vel.“ Mér finnst það bara æðislegt,“ sagði Már og bætti við: „Ég náði þeim markmiðum að ná lágmarki inn á Ólympíuleika. Ég lenti í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Manchester í ágúst, og var sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem ég setti í Tókýó 2021. Mér finnst það bara magnað.“
Sund Jólalög Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira