Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. „Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
„Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira