Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2023 07:56 Bergdís Ellertsdóttir yfirgefur senn Washington DC. Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. Tillaga Bjarna hefur vakið mikla athygli en skipan Svanhildar er að hámarki til fimm ára og ekki með möguleika á framlengingu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, vildi sem utanríkisráðherra setja þak á fjölda sendiherra og að stöður yrðu almennt auglýstar. Svo var ekki í þessu tilfelli en Bjarni hefur sagt þakklátur fyrir að Svanhildur hafi fallist á tillögu hans um að hún tæki við sendiherrastólnum. Svanhildur er lögfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna í átta ár. Heimild Bjarna til að skipa Svanhildi er skýr en í breytingu á lögum í sendiherratíð Guðlaugs Þórs var áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum „sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ sagði í grein Guðlaugs Þórs í Morgunblaðinu árið 2020. Í umræðunni um skipan Svanhildar hefur farið lítið fyrir því að skoða feril sendiherrans sem senn hverfur á braut þó óvíst sé hvert. Bergdís hóf störf hjá utanríkisráðuneytinu árið 1991 og varð ritari við verslunardeildina. Hún hóf síðan störf við sendiráð Íslands í Bonn í Þýskalandi og varð varaformaður sendinefndarinnar. Reyndur samningamaður Frá 2000 til 2003 var hún aðstoðarframkvæmdastjóri stjórnmáladeildar sem sá um öryggismál, málefni Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og tvíhliða samskipti við Bandaríkin, Kanada og Rússland. Árið 2003 varð hún aðstoðarframkvæmdastjóri verslunardeildar utanríkisráðuneytisins og síðan framkvæmdastjóri alþjóðaöryggis- og þróunarmála árið 2007. Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra í október eftir að hafa sagt af sér sem fjármálaráðherra. Hann hefur þegar látið til sín taka hér heima og erlendis svo tekið hefur verið eftir.Vísir/Vilhelm Árið 2007 var Bergdís jafnframt útnefnd aðstoðaraðalritari EFTA í Brussel og gegndi því embætti til ársins 2012. Hún var helsti samningamaður Íslendinga í fríverslunarviðræðum við Kína í september 2012. Í september árið 2014 var hún útnefnd formaður sendinefndar Íslands til Evrópusambandsins og sendiherra Íslands í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og San Marínó. Bergdís með liðsmönnum Pussy Riot á tónleikum sveitarinnar í Washington DC á dögunum.Sendiráð Íslands í DC Í ágúst árið 2018 var Bergdís útnefnd fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Í október sama ár var tilkynnt að hún yrði nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1. ágúst 2019. Tæki við stöðunni af Geir H. Haarde. Bergdís var heiðruð sérstaklega á viðburði sem forsvarsmenn Kerecis héldu fyrir starfsfólk og velunnara fyrirtækisins í höfuðstöðvum sínum í Arlington í júlí síðastliðnum. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, nældi þá „þorsksorðunni“ í barm sendiherrans fyrir hennar viðleitni og sendiráðsins til að styðja við bak sókn Kerecis á bandarískum markaði undanfarin ár. Bergdís er fædd árið 1962 og því á 61. aldursári. Þekki kosti og galla Svanhildar vel Sendiherrar voru flestir 41 árið 2017, eru 28 núna en verða 25 á næsta ári að sögn Bjarna Benediktssonar. Hann segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá Svanhildi til starfa með hennar fjölbreyttu reynslu. „Við getum sagt með Svanhildi Hólm að það er að sjálfsögðu augljóst öllum að ég þekki hennar kosti og galla mjög vel. Og er þess vegna mjög ánægður með að hún skyldi hafa fallist á að koma í utanríkisþjónustuna og taka skipun tímabundið,“ segir utanríkisráðherra. Tillaga Bjarna kom fram eftir að Alþingi fór í jólaleyfi og hefur því ekki verið rædd á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur sagt mikilvægt að ráðherra svari fyrir tillögu sína í þinginu. „Sér í lagi í ljósi náinna tengsla beggja þessara aðila við ráðherrann sem skipar þá,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og vísaði til þess að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu undir forystu Bjarna árum saman, verður sendiherra Íslands í Róm á Ítalíu en staðan heyrir undir sendiráðið í París. Bjarni hlær að vangaveltum fólks þess efnis að skipan hans á fólki í sendiherrastöður sem tengist honum sterkum böndum séu til marks um að hann sé að íhuga brotthvarf úr stjórnmálum. „Hversu mörg ár eru nú liðin frá því menn byrjuðu að tala um að ég væri að hætta. Ég er hérna ennþá. Þetta hefur ekkert með mig að gera, þetta hefur með þær embættisskyldur mínar að gera að tryggja að utanríkisþjónustan virki vel fyrir landsmenn,“ sagði Bjarni á dögunum. Sendiráð Íslands Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður. 20. desember 2023 19:20 Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Tillaga Bjarna hefur vakið mikla athygli en skipan Svanhildar er að hámarki til fimm ára og ekki með möguleika á framlengingu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, vildi sem utanríkisráðherra setja þak á fjölda sendiherra og að stöður yrðu almennt auglýstar. Svo var ekki í þessu tilfelli en Bjarni hefur sagt þakklátur fyrir að Svanhildur hafi fallist á tillögu hans um að hún tæki við sendiherrastólnum. Svanhildur er lögfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna í átta ár. Heimild Bjarna til að skipa Svanhildi er skýr en í breytingu á lögum í sendiherratíð Guðlaugs Þórs var áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum „sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ sagði í grein Guðlaugs Þórs í Morgunblaðinu árið 2020. Í umræðunni um skipan Svanhildar hefur farið lítið fyrir því að skoða feril sendiherrans sem senn hverfur á braut þó óvíst sé hvert. Bergdís hóf störf hjá utanríkisráðuneytinu árið 1991 og varð ritari við verslunardeildina. Hún hóf síðan störf við sendiráð Íslands í Bonn í Þýskalandi og varð varaformaður sendinefndarinnar. Reyndur samningamaður Frá 2000 til 2003 var hún aðstoðarframkvæmdastjóri stjórnmáladeildar sem sá um öryggismál, málefni Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og tvíhliða samskipti við Bandaríkin, Kanada og Rússland. Árið 2003 varð hún aðstoðarframkvæmdastjóri verslunardeildar utanríkisráðuneytisins og síðan framkvæmdastjóri alþjóðaöryggis- og þróunarmála árið 2007. Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra í október eftir að hafa sagt af sér sem fjármálaráðherra. Hann hefur þegar látið til sín taka hér heima og erlendis svo tekið hefur verið eftir.Vísir/Vilhelm Árið 2007 var Bergdís jafnframt útnefnd aðstoðaraðalritari EFTA í Brussel og gegndi því embætti til ársins 2012. Hún var helsti samningamaður Íslendinga í fríverslunarviðræðum við Kína í september 2012. Í september árið 2014 var hún útnefnd formaður sendinefndar Íslands til Evrópusambandsins og sendiherra Íslands í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og San Marínó. Bergdís með liðsmönnum Pussy Riot á tónleikum sveitarinnar í Washington DC á dögunum.Sendiráð Íslands í DC Í ágúst árið 2018 var Bergdís útnefnd fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Í október sama ár var tilkynnt að hún yrði nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1. ágúst 2019. Tæki við stöðunni af Geir H. Haarde. Bergdís var heiðruð sérstaklega á viðburði sem forsvarsmenn Kerecis héldu fyrir starfsfólk og velunnara fyrirtækisins í höfuðstöðvum sínum í Arlington í júlí síðastliðnum. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, nældi þá „þorsksorðunni“ í barm sendiherrans fyrir hennar viðleitni og sendiráðsins til að styðja við bak sókn Kerecis á bandarískum markaði undanfarin ár. Bergdís er fædd árið 1962 og því á 61. aldursári. Þekki kosti og galla Svanhildar vel Sendiherrar voru flestir 41 árið 2017, eru 28 núna en verða 25 á næsta ári að sögn Bjarna Benediktssonar. Hann segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá Svanhildi til starfa með hennar fjölbreyttu reynslu. „Við getum sagt með Svanhildi Hólm að það er að sjálfsögðu augljóst öllum að ég þekki hennar kosti og galla mjög vel. Og er þess vegna mjög ánægður með að hún skyldi hafa fallist á að koma í utanríkisþjónustuna og taka skipun tímabundið,“ segir utanríkisráðherra. Tillaga Bjarna kom fram eftir að Alþingi fór í jólaleyfi og hefur því ekki verið rædd á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur sagt mikilvægt að ráðherra svari fyrir tillögu sína í þinginu. „Sér í lagi í ljósi náinna tengsla beggja þessara aðila við ráðherrann sem skipar þá,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og vísaði til þess að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu undir forystu Bjarna árum saman, verður sendiherra Íslands í Róm á Ítalíu en staðan heyrir undir sendiráðið í París. Bjarni hlær að vangaveltum fólks þess efnis að skipan hans á fólki í sendiherrastöður sem tengist honum sterkum böndum séu til marks um að hann sé að íhuga brotthvarf úr stjórnmálum. „Hversu mörg ár eru nú liðin frá því menn byrjuðu að tala um að ég væri að hætta. Ég er hérna ennþá. Þetta hefur ekkert með mig að gera, þetta hefur með þær embættisskyldur mínar að gera að tryggja að utanríkisþjónustan virki vel fyrir landsmenn,“ sagði Bjarni á dögunum.
Sendiráð Íslands Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður. 20. desember 2023 19:20 Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður. 20. desember 2023 19:20
Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35