Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 15:29 Andres Magnússon segir stafræna þróun hafa breytt miklu fyrir neytendur. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. „Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi. Jól Neytendur Verslun Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
„Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi.
Jól Neytendur Verslun Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira