Telur skynsamlegt að reisa varnargarða norðan við Grindavíkurbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. desember 2023 19:57 Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ákvörðun um uppbyggingu varnargarða verði auðveld. vísir/vilhelm Innviðaráðherra telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að verja bæinn ef til eldgoss kemur. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53
Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00
Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30