„Þetta er nútímavítaspyrna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:02 Atvikið þegar Onana fær boltann í höndina í leik Everton og Manchester City í gær. Vísir/Getty Töluverð umræða hefur skapast eftir vítspyrnudóma í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði vítadóminn í leik liðsins gegn Manchester City hafa verið furðulegan. Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“ Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira