Kæra ferðaþjónusta, gerum betur Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 30. desember 2023 14:01 Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun