Kæra ferðaþjónusta, gerum betur Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 30. desember 2023 14:01 Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun