Þetta eru lög ársins á Bylgjunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. janúar 2024 16:30 Árslisti Bylgjunnar fyrir 2023 var tilkynntur í dag. SAMSETT Bylgjan hefur tekið saman lista yfir vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2023. Listinn er valinn út frá öllum Bylgjulistum ársins. Hvati fór yfir þessi lög fyrir tónlistarárið 2023 í dag á milli klukkan 12:15 og 16:00. Íslenskt tónlistarfólk var vinsælt á nýliðnu ári. Fyrstu fimm sætin eiga það sameiginlegt að vera lög eftir íslenskt tónlistarfólk og sömuleiðis fimmtán af efstu tuttugu lögum listans. GDRN á toppnum Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, á vinsælasta lag ársins á Bylgjunni. Það er lagið Parísarhjól, sem fjallar meðal annars um móðurhlutverkið. „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ sagði GDRN í samtali við Vísi fyrr á árinu en hún eignaðist frumburð sinn árið 2022. Guðrún Ýr ræddi aftur við blaðamann og segir að 2023 hafi verið mjög skemmtilegt. „Það er búið að vera mjög viðburðaríkt og mjög gaman. Ég er búin að koma mér almennilega í gang eftir fæðingarorlof og er að vinna að nýrri plötu,“ segir Guðrún Ýr sem er með mörg járn í eldinum. „Ég ætla að gefa út síngúl í janúar, plötu í kjölfarið á því og svo vera með tónleika í Eldborg í maí. Það verður nóg af tónleikahaldi og það eru alls konar aukaverkefni sem mun líta dagsins ljós á næsta ári, þannig að 2024 verður mjög spennandi.“ Endurkoma Nylon vinsæl Stúlknasveitin Nylon skipar annað sæti listans með lagið Einu sinni enn. Þær áttu stóra endurkomu síðastliðið sumar þegar þær stigu á svið á Menningarnótt í fyrsta skipti í mörg ár til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Bríet og Ásgeir öflugt kombó Í þriðja sætinu sitja svo Bríet og Ásgeir Trausti með lagið Venus. Dúó-ið sendi lagið frá sér í lok ágúst en í samtali við Vísi í haust sagði Bríet að lagið fjallaði um kynlíf. Stórt tónlistarár hjá Diljá Íslenska Eurovision stjarnan Diljá situr í fjórða sætinu með framlag okkar Íslendinga til keppninnar 2023, Power. Diljá skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni hér heima. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr búningaæfingu hennar á stóra sviðinu í Liverpool, þar sem Eurovision var haldið síðastliðinn maí. Kristmundur Axel og Júlí Heiðar eiga fimmta sæti listans með dúettinn Ég er. Þeir frumfluttu lagið á Hlustendaverðlaununum í mars síðastliðnum við mikinn fögnuð en upphaflegt samstarf þeirra hófst auðvitað í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010 þar sem þeir sigruðu keppnina með laginu Komdu til baka. Hér má sjá efstu tuttugu lög Bylgjulistans: Árslistinn á Spotify: Bylgjan Fréttir ársins 2023 Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hvati fór yfir þessi lög fyrir tónlistarárið 2023 í dag á milli klukkan 12:15 og 16:00. Íslenskt tónlistarfólk var vinsælt á nýliðnu ári. Fyrstu fimm sætin eiga það sameiginlegt að vera lög eftir íslenskt tónlistarfólk og sömuleiðis fimmtán af efstu tuttugu lögum listans. GDRN á toppnum Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, á vinsælasta lag ársins á Bylgjunni. Það er lagið Parísarhjól, sem fjallar meðal annars um móðurhlutverkið. „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ sagði GDRN í samtali við Vísi fyrr á árinu en hún eignaðist frumburð sinn árið 2022. Guðrún Ýr ræddi aftur við blaðamann og segir að 2023 hafi verið mjög skemmtilegt. „Það er búið að vera mjög viðburðaríkt og mjög gaman. Ég er búin að koma mér almennilega í gang eftir fæðingarorlof og er að vinna að nýrri plötu,“ segir Guðrún Ýr sem er með mörg járn í eldinum. „Ég ætla að gefa út síngúl í janúar, plötu í kjölfarið á því og svo vera með tónleika í Eldborg í maí. Það verður nóg af tónleikahaldi og það eru alls konar aukaverkefni sem mun líta dagsins ljós á næsta ári, þannig að 2024 verður mjög spennandi.“ Endurkoma Nylon vinsæl Stúlknasveitin Nylon skipar annað sæti listans með lagið Einu sinni enn. Þær áttu stóra endurkomu síðastliðið sumar þegar þær stigu á svið á Menningarnótt í fyrsta skipti í mörg ár til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Bríet og Ásgeir öflugt kombó Í þriðja sætinu sitja svo Bríet og Ásgeir Trausti með lagið Venus. Dúó-ið sendi lagið frá sér í lok ágúst en í samtali við Vísi í haust sagði Bríet að lagið fjallaði um kynlíf. Stórt tónlistarár hjá Diljá Íslenska Eurovision stjarnan Diljá situr í fjórða sætinu með framlag okkar Íslendinga til keppninnar 2023, Power. Diljá skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni hér heima. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr búningaæfingu hennar á stóra sviðinu í Liverpool, þar sem Eurovision var haldið síðastliðinn maí. Kristmundur Axel og Júlí Heiðar eiga fimmta sæti listans með dúettinn Ég er. Þeir frumfluttu lagið á Hlustendaverðlaununum í mars síðastliðnum við mikinn fögnuð en upphaflegt samstarf þeirra hófst auðvitað í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010 þar sem þeir sigruðu keppnina með laginu Komdu til baka. Hér má sjá efstu tuttugu lög Bylgjulistans: Árslistinn á Spotify:
Bylgjan Fréttir ársins 2023 Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira