Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Ólafur Björn Sverrisson og Atli Ísleifsson skrifa 1. janúar 2024 13:07 Guðni Th. Jóhannesson hefur gegnt embætti frá árinu 2016. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. Þetta staðfesti Guðni í nýársávarpi sínu í dag þar sem hann óskaði þjóðinni gleðilegs nýs árs. Forsetakosningar munu fara fram í landinu 1. júní næstkomandi þar sem arftaki Guðna verður kjörinn. Guðni sagði í ávarpi sínu ætíð hafa fundið það hve mikill heiður það hafi verið að gegna embætti forseta Íslands, en árið 2016 sagðist hann ætla, næði hann kjöri, sitja átta til tólf ár í embætti að hámarki. „Þess vegna neita ég því ekki að ég íhugaði vandlega að sækjast eftir stuðningi til áframhaldandi setu, eitt tímabil enn. Aftur á móti komst ég ætíð að þeirri niðurstöðu, að betra væri láta hjartað ráða en fylgja öðrum rökum sem hljóta að vera veikari þegar allt kemur til alls,“ segir Guðni. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Lætur hjartað ráða för Í ræðu sinni sagði Guðni meðal annars að nú bíði nýtt ár með öllum sínum tækifærum og þrautum ef svo ber undir. „Auðvitað vitum við aldrei til fulls hvað framtíðin ber í skauti sér en í því felst einmitt hin fagra óvissa lífsins. Þannig komst ég að orði vorið 2016, þegar ég bauð mig fyrst fram til forseta. Þá sagði ég að næði ég kjöri og svo endurkjöri vildi ég ekki sitja lengur á Bessastöðum en átta til tólf ár. Hafði ég þá til hliðsjónar eigin sjónarmið og ýmissa annarra í tímans rás. Hvern einasta dag hef ég fundið hversu einstakur sá heiður er að gegna þessari stöðu. Þess vegna neita ég því ekki að ég íhugaði vandlega að sækjast eftir stuðningi til frekari setu eitt kjörtímabil enn. Aftur á móti komst ég ætíð að þeirri niðurstöðu að betra væri að láta hjartað ráða en fylgja öðrum rökum sem hljóta að teljast veikari þegar allt kemur til alls,“ sagði Guðni. Gæta að eigin líðan Áfram hélt Guðni og sagði að í samfélagi liggi skyldur sérhvers víða en nauðsynlegt sé að hafa í huga að vilji fólk styðja aðra þurfi það einnig að gæta að eigin líðan. Þetta hafi skáldið Gerður Kristný nefnt í hugvekju á nýliðinni aðventu og bætt við þeim sannindum að þær stundir sem við eigum ein með sjálfum okkur eða þeim sem okkur þykir vænst um séu jafnvel mikilvægari en okkur grunar. „Í öflugu lýðræðissamfélagi kemur maður líka í manns stað. Engum er hollt að telja sig ómissandi og skyldurækni á misskildum forsendum má ekki ráða för, því síður eigin hégómi eða sérhagsmunir. Kæru landar, kæru vinir: Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar, kýs frekar að halda sáttur á braut innan tíðar og er þess fullviss ‒ ef ég má nefna það sjálfur ‒ að Íslendingum muni eins og fyrri daginn auðnast að kjósa sér forseta sem þeir una við. Guðni Th. Jóhannesson segist hlakka til að fylgjast með íslensku samfélagi vaxa og dafna.Forseti Íslands Eftir sem áður hlakka ég til að fylgjast með íslensku samfélagi vaxa og dafna. Þekktu sjálfan þig og þekktu þína þjóð. Þannig hef ég viljað mæta hverjum degi hér og segi hiklaust að við Íslendingar megum svo sannarlega horfa björtum augum fram á veg. Ég þarf þó að nefna sitthvað sem getur valdið áhyggjum eða ama: sífelldur ys og þys sem ýtir jafnvel undir sýndarmennsku eða kvíða nema hvort tveggja sé, harka og heift í dómum á líðandi stundu, gáleysi um mál okkar og menntun, fátækt sumra í samfélagi allsnægta. En allt þetta getum við samt lagað. Grunnstoðirnar eru traustar og heimurinn er ekki á heljarþröm. Þrátt fyrir allt sem betur má fara er það svo margt sem getur fyllt okkur stolti og gleði, bjartsýni og von. Eflum það sem sameinar okkur, ekki síst þann grundvöll framfara að hver manneskja fái að sýna hvað í henni býr, sjálfri sér og öðrum til heilla, en sömuleiðis að öll þau sem þurfa á aðstoð að halda fái notið hennar í krafti samvinnu og samkenndar. Virðum gömul og góð gildi en fögnum líka ferskum straumum – þannig treystum við þann þráð sem þarf að liggja milli þess sem var, er og verður,“ sagði Guðni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú.Vísir/Vilhelm Þakklátur Guðni hélt svo áfram og sagði þetta ekki vera kveðjustund og nýtti hann tækifærið og þakkaði þeim fjölda fólks sem hann hafi kynnst á forsetastóli, á Bessastöðum, úti um allt land og erlendis, bæði á ljúfum og erfiðum stundum. „Ég þakka vinum og fjölskyldu stuðning í hvívetna og ég þakka ykkur eldri í hópi landsmanna, ykkur sem með viti og striti lögðuð grunn að velferðarríki okkar daga. Saman verðum við að tryggja að þið megið njóta notalegs ævikvölds. Ég þakka kynni við þau ykkar sem standið höllum fæti í samfélaginu af einhverjum völdum, viljið sanngirni og réttlæti en eruð æðrulaus í andbyr lífsins. Af því má margan lærdóm draga. Ég þakka þeim sem hafa helgað því krafta sína að sinna öðrum; starfsliði heilbrigðis- og menntastofnana og þeim sem stuðla á ýmsa vegu að bættri líðan okkar á líkama og sál. Öðrum vinnandi stéttum eigum við líka skuld að gjalda; bændum, sjómönnum og fiskvinnslufólki, fjölbreyttri sveit á sviði iðnaðar og viðskipta, nýsköpunar, verslunar og ferðaþjónustu, og er þá ekki allra getið sem færa björg í bú. Ég þakka gott samstarf við embættismenn og kjörna fulltrúa. Hér hef ég einkum í huga forsætisráðherra og aðra í ríkisstjórnum minnar tíðar, auk þeirra sem sitja og setið hafa á Alþingi Íslendinga þau ár. Jafnframt hugsa ég hlýtt til þeirra kirkjunnar þjóna og fulltrúa trú- og lífsskoðunarfélaga sem ég hef rætt við og kynnst. Trú getur verið svo traust haldreipi þótt þar verði hver og einn að finna sína þörf án boðs eða banna. Við skulum hafa ein lög en megum hafa fleiri siði. Sömuleiðis þakka ég forverum mínum góða viðkynningu, Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Eins hef ég notið arfleifðar fyrri forseta, þeirra Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns,“ sagði Guðni. Að lokum þakkaði hann fyrir hönd hans og Elizu Reid forsetafrúar þá velvild og hlýju sem þau hafi notið. „Ég óska ykkur öllum heilla, hamingju og velfarnaðar.“ Varð sjötti forseti lýðveldisins Guðni tók við embætti þann 1. ágúst árið 2016 og varð þar með sjötti forseti lýðveldisins. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta og var hann kjörinn með 39,08 prósent atkvæða. Árið 2020 var hann endurkjörinn í embættið með yfirburðum, nánar tiltekið 92,2 prósentum atkvæða eftir snarpa kosningabaráttu við Guðmund Franklín Jónsson. Vísir hefur á síðustu vikum greint frá tveimur sem íhuga að bjóða sig sömuleiðis fram til embættis forseta; þeim Páli Pálssyni fasteignasala og Sigríði Hrund Pétursdóttur fjárfestis og fyrrverandi formanns Félags kvenna í atvinnulífinu. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta staðfesti Guðni í nýársávarpi sínu í dag þar sem hann óskaði þjóðinni gleðilegs nýs árs. Forsetakosningar munu fara fram í landinu 1. júní næstkomandi þar sem arftaki Guðna verður kjörinn. Guðni sagði í ávarpi sínu ætíð hafa fundið það hve mikill heiður það hafi verið að gegna embætti forseta Íslands, en árið 2016 sagðist hann ætla, næði hann kjöri, sitja átta til tólf ár í embætti að hámarki. „Þess vegna neita ég því ekki að ég íhugaði vandlega að sækjast eftir stuðningi til áframhaldandi setu, eitt tímabil enn. Aftur á móti komst ég ætíð að þeirri niðurstöðu, að betra væri láta hjartað ráða en fylgja öðrum rökum sem hljóta að vera veikari þegar allt kemur til alls,“ segir Guðni. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Lætur hjartað ráða för Í ræðu sinni sagði Guðni meðal annars að nú bíði nýtt ár með öllum sínum tækifærum og þrautum ef svo ber undir. „Auðvitað vitum við aldrei til fulls hvað framtíðin ber í skauti sér en í því felst einmitt hin fagra óvissa lífsins. Þannig komst ég að orði vorið 2016, þegar ég bauð mig fyrst fram til forseta. Þá sagði ég að næði ég kjöri og svo endurkjöri vildi ég ekki sitja lengur á Bessastöðum en átta til tólf ár. Hafði ég þá til hliðsjónar eigin sjónarmið og ýmissa annarra í tímans rás. Hvern einasta dag hef ég fundið hversu einstakur sá heiður er að gegna þessari stöðu. Þess vegna neita ég því ekki að ég íhugaði vandlega að sækjast eftir stuðningi til frekari setu eitt kjörtímabil enn. Aftur á móti komst ég ætíð að þeirri niðurstöðu að betra væri að láta hjartað ráða en fylgja öðrum rökum sem hljóta að teljast veikari þegar allt kemur til alls,“ sagði Guðni. Gæta að eigin líðan Áfram hélt Guðni og sagði að í samfélagi liggi skyldur sérhvers víða en nauðsynlegt sé að hafa í huga að vilji fólk styðja aðra þurfi það einnig að gæta að eigin líðan. Þetta hafi skáldið Gerður Kristný nefnt í hugvekju á nýliðinni aðventu og bætt við þeim sannindum að þær stundir sem við eigum ein með sjálfum okkur eða þeim sem okkur þykir vænst um séu jafnvel mikilvægari en okkur grunar. „Í öflugu lýðræðissamfélagi kemur maður líka í manns stað. Engum er hollt að telja sig ómissandi og skyldurækni á misskildum forsendum má ekki ráða för, því síður eigin hégómi eða sérhagsmunir. Kæru landar, kæru vinir: Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar, kýs frekar að halda sáttur á braut innan tíðar og er þess fullviss ‒ ef ég má nefna það sjálfur ‒ að Íslendingum muni eins og fyrri daginn auðnast að kjósa sér forseta sem þeir una við. Guðni Th. Jóhannesson segist hlakka til að fylgjast með íslensku samfélagi vaxa og dafna.Forseti Íslands Eftir sem áður hlakka ég til að fylgjast með íslensku samfélagi vaxa og dafna. Þekktu sjálfan þig og þekktu þína þjóð. Þannig hef ég viljað mæta hverjum degi hér og segi hiklaust að við Íslendingar megum svo sannarlega horfa björtum augum fram á veg. Ég þarf þó að nefna sitthvað sem getur valdið áhyggjum eða ama: sífelldur ys og þys sem ýtir jafnvel undir sýndarmennsku eða kvíða nema hvort tveggja sé, harka og heift í dómum á líðandi stundu, gáleysi um mál okkar og menntun, fátækt sumra í samfélagi allsnægta. En allt þetta getum við samt lagað. Grunnstoðirnar eru traustar og heimurinn er ekki á heljarþröm. Þrátt fyrir allt sem betur má fara er það svo margt sem getur fyllt okkur stolti og gleði, bjartsýni og von. Eflum það sem sameinar okkur, ekki síst þann grundvöll framfara að hver manneskja fái að sýna hvað í henni býr, sjálfri sér og öðrum til heilla, en sömuleiðis að öll þau sem þurfa á aðstoð að halda fái notið hennar í krafti samvinnu og samkenndar. Virðum gömul og góð gildi en fögnum líka ferskum straumum – þannig treystum við þann þráð sem þarf að liggja milli þess sem var, er og verður,“ sagði Guðni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú.Vísir/Vilhelm Þakklátur Guðni hélt svo áfram og sagði þetta ekki vera kveðjustund og nýtti hann tækifærið og þakkaði þeim fjölda fólks sem hann hafi kynnst á forsetastóli, á Bessastöðum, úti um allt land og erlendis, bæði á ljúfum og erfiðum stundum. „Ég þakka vinum og fjölskyldu stuðning í hvívetna og ég þakka ykkur eldri í hópi landsmanna, ykkur sem með viti og striti lögðuð grunn að velferðarríki okkar daga. Saman verðum við að tryggja að þið megið njóta notalegs ævikvölds. Ég þakka kynni við þau ykkar sem standið höllum fæti í samfélaginu af einhverjum völdum, viljið sanngirni og réttlæti en eruð æðrulaus í andbyr lífsins. Af því má margan lærdóm draga. Ég þakka þeim sem hafa helgað því krafta sína að sinna öðrum; starfsliði heilbrigðis- og menntastofnana og þeim sem stuðla á ýmsa vegu að bættri líðan okkar á líkama og sál. Öðrum vinnandi stéttum eigum við líka skuld að gjalda; bændum, sjómönnum og fiskvinnslufólki, fjölbreyttri sveit á sviði iðnaðar og viðskipta, nýsköpunar, verslunar og ferðaþjónustu, og er þá ekki allra getið sem færa björg í bú. Ég þakka gott samstarf við embættismenn og kjörna fulltrúa. Hér hef ég einkum í huga forsætisráðherra og aðra í ríkisstjórnum minnar tíðar, auk þeirra sem sitja og setið hafa á Alþingi Íslendinga þau ár. Jafnframt hugsa ég hlýtt til þeirra kirkjunnar þjóna og fulltrúa trú- og lífsskoðunarfélaga sem ég hef rætt við og kynnst. Trú getur verið svo traust haldreipi þótt þar verði hver og einn að finna sína þörf án boðs eða banna. Við skulum hafa ein lög en megum hafa fleiri siði. Sömuleiðis þakka ég forverum mínum góða viðkynningu, Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Eins hef ég notið arfleifðar fyrri forseta, þeirra Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns,“ sagði Guðni. Að lokum þakkaði hann fyrir hönd hans og Elizu Reid forsetafrúar þá velvild og hlýju sem þau hafi notið. „Ég óska ykkur öllum heilla, hamingju og velfarnaðar.“ Varð sjötti forseti lýðveldisins Guðni tók við embætti þann 1. ágúst árið 2016 og varð þar með sjötti forseti lýðveldisins. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta og var hann kjörinn með 39,08 prósent atkvæða. Árið 2020 var hann endurkjörinn í embættið með yfirburðum, nánar tiltekið 92,2 prósentum atkvæða eftir snarpa kosningabaráttu við Guðmund Franklín Jónsson. Vísir hefur á síðustu vikum greint frá tveimur sem íhuga að bjóða sig sömuleiðis fram til embættis forseta; þeim Páli Pálssyni fasteignasala og Sigríði Hrund Pétursdóttur fjárfestis og fyrrverandi formanns Félags kvenna í atvinnulífinu.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels