Minni asi, meiri kröfur Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. janúar 2024 06:01 Gefum yngsta fólkinu okkar tækifæri til þess að spreyta sig og þroskast í leiðinni. Ég var með áramótaheit síðustu áramót um að efla sjálfstæði hjá börnunum mínum. Mér tókst nokkuð ágætlega en get þó gert töluvert betur. Ég ætla að strengja sömu heit í ár og ég hvet ykkur, ykkur sem eigið börn, til þess að gera slíkt hið sama. Ég las erlenda rannsóknargrein á árinu sem fjallaði um mikilvægi þess að fá börn til þess að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins. Börn á Vestrænum heimilum taka töluvert minna þátt í þeim verkum sem tilheyra heimilinu og erum við, foreldrar, þar með að hafa af þeim mikinn þroska sem þau annars hefðu getað aflað sér. Auðvitað er auðveldast fyrir mig eftir fullan vinnudag, langan tíma í þreytandi umferð og barning við að koma barninu heim úr leikskólanum að planta honum fyrir framan skjá og skella í spaghetti boloneges með uppáhalds podkastið í eyranu. Auðveldast er samt ekki alltaf best. Best væri að fá gorminn til þess að skera sveppina fyrir mig, standa mér við hlið og hella pastasósunni á pönnuna, leggja á borðið og svo eftir matinn að hjálpa til við frágang og þurrka af hellunni. Það sama á við ýmist önnur verkefni heimilisins sem börn eru fullfær um að taka þátt í, setja í þvottavél, þrífa bílinn, moka snjóinn, skrifa lista fyrir matarinnkaup og fylgja svo listanum eftir í búðinni. Með þessum einföldu verkefnum sem þurfa hvort eð er að vinnast erum við meðal annars að efla félagsþroska barnsins, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og búa til mikilvægar samverustundir. Rúsínan í pylsuendanum er svo allur sá orðaforði sem barnið öðlast. Orð eins og kökukefli, herðatré og ryksugupoki eru eflast hugtök sem ekki öll börn á leikskólaaldri geta útskýrt en gætu öðlast með meiri þátttöku og samskiptum við fullorðna dags daglega. Á sama tíma erum við einnig að efla sjálfsmat barnsins. Barnið lærir nýja hæfni og upplifir sig mikilvægan hluta af heimilinu, einstakling sem tekur þátt í að halda hjólum heimilisins gangandi. Ég hljóma eflaust ekkert sérlega skemmtilega í eyrum margra foreldra, hvað er þessi leiðindar kona að stinga upp á að ég fari að fá leikskólabarn til þess að taka þátt í heimilisverkum þegar ég hef varla sjálf/sjálfur/sjálft ekki tíma til þess?! Hver hefur tíma í þetta? Það er einmitt það, tíminn, við höfum að okkur finnst engan tíma og þolinmæðin er oft takmörkuð eftir langan vinnudag bæði hjá fullorðnum og börnum. Tíminn er hins vegar einmitt vandamálið, hann kemur ekki aftur. Á fyrstu fimm árunum er heilinn að þroskast meira og hraðar en hann mun nokkrum sinnum gera á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að vera meðvituð um að allar reynslur, öll samskipti, allt sem barnið heyrir og sér, kemur við og þefar af örvar heila þess og skapar tengingar sem mynda ákveðin mynstur sem munu fylgja barninu þegar það fullorðnast. Það er þess vegna svo gríðarlega mikilvægt að við gerum okkar allra besta og jafnvel örlítið betur en það til þess að hjálpa börnunum okkar að mynda góðan grunn í öllum mikilvægustu þáttunum. Þið getið varla gert ykkur í hugarlund hvað einfalt verkefni eins og að skera gúrku, brjóta saman tuskur eða raða hnífapörum á borð getur gert mikið fyrir samhæfingargetu barns á leikskólaaldri. Byrjum í dag að veita börnunum okkar meira sjálfstæði, aukum getu þeirra í sjálfshjálp og eflum þroska þess og tengsl við okkur í leiðinni. Þetta eru eflaust einu árin sem þau hafa raunverulega gaman af heimilisverkum og hver veit, kannski heldur sú verkefnagleði áfram langt inn í unglingsárin. Ég lofa þó engu í þeim efnum. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisrágjöf og er stofnandi Fjörfiska sem heldur þroskandi námskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gefum yngsta fólkinu okkar tækifæri til þess að spreyta sig og þroskast í leiðinni. Ég var með áramótaheit síðustu áramót um að efla sjálfstæði hjá börnunum mínum. Mér tókst nokkuð ágætlega en get þó gert töluvert betur. Ég ætla að strengja sömu heit í ár og ég hvet ykkur, ykkur sem eigið börn, til þess að gera slíkt hið sama. Ég las erlenda rannsóknargrein á árinu sem fjallaði um mikilvægi þess að fá börn til þess að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins. Börn á Vestrænum heimilum taka töluvert minna þátt í þeim verkum sem tilheyra heimilinu og erum við, foreldrar, þar með að hafa af þeim mikinn þroska sem þau annars hefðu getað aflað sér. Auðvitað er auðveldast fyrir mig eftir fullan vinnudag, langan tíma í þreytandi umferð og barning við að koma barninu heim úr leikskólanum að planta honum fyrir framan skjá og skella í spaghetti boloneges með uppáhalds podkastið í eyranu. Auðveldast er samt ekki alltaf best. Best væri að fá gorminn til þess að skera sveppina fyrir mig, standa mér við hlið og hella pastasósunni á pönnuna, leggja á borðið og svo eftir matinn að hjálpa til við frágang og þurrka af hellunni. Það sama á við ýmist önnur verkefni heimilisins sem börn eru fullfær um að taka þátt í, setja í þvottavél, þrífa bílinn, moka snjóinn, skrifa lista fyrir matarinnkaup og fylgja svo listanum eftir í búðinni. Með þessum einföldu verkefnum sem þurfa hvort eð er að vinnast erum við meðal annars að efla félagsþroska barnsins, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og búa til mikilvægar samverustundir. Rúsínan í pylsuendanum er svo allur sá orðaforði sem barnið öðlast. Orð eins og kökukefli, herðatré og ryksugupoki eru eflast hugtök sem ekki öll börn á leikskólaaldri geta útskýrt en gætu öðlast með meiri þátttöku og samskiptum við fullorðna dags daglega. Á sama tíma erum við einnig að efla sjálfsmat barnsins. Barnið lærir nýja hæfni og upplifir sig mikilvægan hluta af heimilinu, einstakling sem tekur þátt í að halda hjólum heimilisins gangandi. Ég hljóma eflaust ekkert sérlega skemmtilega í eyrum margra foreldra, hvað er þessi leiðindar kona að stinga upp á að ég fari að fá leikskólabarn til þess að taka þátt í heimilisverkum þegar ég hef varla sjálf/sjálfur/sjálft ekki tíma til þess?! Hver hefur tíma í þetta? Það er einmitt það, tíminn, við höfum að okkur finnst engan tíma og þolinmæðin er oft takmörkuð eftir langan vinnudag bæði hjá fullorðnum og börnum. Tíminn er hins vegar einmitt vandamálið, hann kemur ekki aftur. Á fyrstu fimm árunum er heilinn að þroskast meira og hraðar en hann mun nokkrum sinnum gera á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að vera meðvituð um að allar reynslur, öll samskipti, allt sem barnið heyrir og sér, kemur við og þefar af örvar heila þess og skapar tengingar sem mynda ákveðin mynstur sem munu fylgja barninu þegar það fullorðnast. Það er þess vegna svo gríðarlega mikilvægt að við gerum okkar allra besta og jafnvel örlítið betur en það til þess að hjálpa börnunum okkar að mynda góðan grunn í öllum mikilvægustu þáttunum. Þið getið varla gert ykkur í hugarlund hvað einfalt verkefni eins og að skera gúrku, brjóta saman tuskur eða raða hnífapörum á borð getur gert mikið fyrir samhæfingargetu barns á leikskólaaldri. Byrjum í dag að veita börnunum okkar meira sjálfstæði, aukum getu þeirra í sjálfshjálp og eflum þroska þess og tengsl við okkur í leiðinni. Þetta eru eflaust einu árin sem þau hafa raunverulega gaman af heimilisverkum og hver veit, kannski heldur sú verkefnagleði áfram langt inn í unglingsárin. Ég lofa þó engu í þeim efnum. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisrágjöf og er stofnandi Fjörfiska sem heldur þroskandi námskeið fyrir börn á leikskólaaldri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun