Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson skrifar 2. janúar 2024 08:31 Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar