Kapphlaup við tímann og náttúruna Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2024 19:18 Bjarki Laxdal er einn þeirra verkstjóra sem vinna að því að reisa varnargarða norðan við Grindavík. Vísir/Sigurjón Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira