Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arnari Þór til fjölmiðla.
Fundurinn er boðaður að heimili hans í Garðabæ klukkan hálf tólf á morgun „í tilefni af stórum ákvörðunum sem ég hef tekið og varða mikilvæg mál,“ eins og hann orðar það.
Arnar ráðgerir að tala í um 20 mínútur á fundinum, áður en hann gefur fjölmiðlum færi á að spyrja hann spurninga um það sem fram kemur á fundinum.
Ekki hefur náðst í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar.