Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bláa lónsins.
Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti fyrr í kvöld að Bláa lóninu og Northern Light Inn væri heimilt að hefja starfsemi á ný í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækjanna og í samræmi við kröfur almannavarna um öryggi. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna í fyrramálið.
Í tilkynningu Bláa lónsins kemur fram að afgreiðslutími verði lítillega skertur fyrst um sinn og opið verði frá 11 til 20 alla daga vikunnar. Eigi gestir bókun utan þess tíma eru þeir beðnir um að breyta henni í My Booking.