Mátti reka ólétta konu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2024 17:01 Konan starfaði í verslun á Keflavíkurflugvelli í um einn og hálfan mánuð áður en henni var sagt upp störfum. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“ Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent