Auglýsa netspilavíti með krókaleiðum Bjarki Sigurðsson skrifar 10. janúar 2024 21:00 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Arnar Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða. Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira