Lögmál leiksins: „Hann er ekki framtíðin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2024 07:00 Kuminga er með 12,8 stig að meðaltali í leik á leiktíðinni. Thearon W. Henderson/Getty Images „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir stöðu Jonathan Kuminga hjá Golden State Warriors, hvort Memphis Grizzlies komist í umspil, ekki lengur hægt að bera saman tölfræði fortíðar og nútíðar og að lokum Kevin Durant. „Nei eða Já“ virkar þannig að þáttastjórnandi, Kjartan Atli Kjartansson, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins; Tómas Steindórsson, Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson þurfa að taka afstöðu ásamt því að rökstyðja svar sitt. Warriors ætti að skipta Kuminga „Jájá,“ sagði Tómas án þess að blikka. „Eiga þeir að henda framtíðinni fyrir nútíðina,“ spurði Kjartan Atli áður en Tómas svaraði aftur: „Hann er ekki framtíðin.“ Tómas vill sjá Stríðsmennina losa Kuminga ef þeir geta fengið eitthvað fyrir hann. Sigurður Orri og Hörður voru ósammála þar sem verðgildi Kuminga hefur aldrei verið lægra og því svo gott sem tilgangslaust að skipta honum. Sigurður tók þó fram að hann væri ekki hrifinn af leikmanninum en Hörður telur að hann gæti alveg virkað í öðru liði. „Hann gæti sprungið út. Stundum er það bara þannig, þú þarft að fara eitthvað annað til að blómstra,“ sagði Hörður áður en Sigurður Orri benti á að skapgerð leikmannsins væri rautt flagg (e. red flag). Klippa: Lögmál leiksins: Hann er ekki framtíðin „Warriors er á krossgötum með þessar tvær tímalínur sem átti að fleyta saman,“ sagði Kjartan Atli um stöðu mála hjá Golden State. „Sem er orðin engin tímalína,“ skaut Sigurður Orri þá inn í. Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru: Nær Memphis Grizzlies að skríða inn í umspil, Nú er ekki lengur hægt að bera tölfræðina saman við fortíðina og Kevin Durant. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að þáttastjórnandi, Kjartan Atli Kjartansson, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins; Tómas Steindórsson, Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson þurfa að taka afstöðu ásamt því að rökstyðja svar sitt. Warriors ætti að skipta Kuminga „Jájá,“ sagði Tómas án þess að blikka. „Eiga þeir að henda framtíðinni fyrir nútíðina,“ spurði Kjartan Atli áður en Tómas svaraði aftur: „Hann er ekki framtíðin.“ Tómas vill sjá Stríðsmennina losa Kuminga ef þeir geta fengið eitthvað fyrir hann. Sigurður Orri og Hörður voru ósammála þar sem verðgildi Kuminga hefur aldrei verið lægra og því svo gott sem tilgangslaust að skipta honum. Sigurður tók þó fram að hann væri ekki hrifinn af leikmanninum en Hörður telur að hann gæti alveg virkað í öðru liði. „Hann gæti sprungið út. Stundum er það bara þannig, þú þarft að fara eitthvað annað til að blómstra,“ sagði Hörður áður en Sigurður Orri benti á að skapgerð leikmannsins væri rautt flagg (e. red flag). Klippa: Lögmál leiksins: Hann er ekki framtíðin „Warriors er á krossgötum með þessar tvær tímalínur sem átti að fleyta saman,“ sagði Kjartan Atli um stöðu mála hjá Golden State. „Sem er orðin engin tímalína,“ skaut Sigurður Orri þá inn í. Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru: Nær Memphis Grizzlies að skríða inn í umspil, Nú er ekki lengur hægt að bera tölfræðina saman við fortíðina og Kevin Durant. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira