Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 11:40 Magnús Tumi segir ekki hægt að útiloka að gossprungur teigi sig inn í Grindavík, þó það sé ólíklegt. Vísir/Einar Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. Staðan á Reykjanesskaga er svipuð og verið hefur undanfarna daga, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Landris mælist enn við Svartsengi og miklar líkur eru taldar á að það endi með eldgosi eða kvikuinnskoti. Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að jarðskjálftavirkni sé svipuð og undanfarna daga. Enn mælist frekar lítil skjálftavirkni en hún er að mestu bundin við svæðið á milli Hagafells og Stóra Skógfells þar sem miðja kvikugangsins er staðsett. Áfram er einnig nokkur skjálftavirkni í Fagradalsfjalli en hún hefur verið viðvarandi frá 18. desember. Líkanreikningar benda til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst 18. desember „Þetta er að nálgast svipaða stöðu og var fyrir atburðinn 18. desember. En reynslan í Kröflu var sú að það þurfti alltaf að lyftast aðeins meira í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. „Þetta gætu verið mánuðir, jafnvel þónokkur ár með atburðum sem endurtaka sig. Það er bara staðan sem við erum í.“ Ekkert sem bendi til eldgoss umhverfis Krísuvík Umræða hefur verið uppi um að virkni kunni að vera færast yfir í önnur eldgosakerfi og hefur Krísuvík verið sérstaklega nefnd í því samhengi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í færslu á heimasíðu sinni í morgun að grunnir og dýpri skjálftar umhverfis Krísuvík gætu verið merki um það að þar sé lárétt kvikuinnskot á ferð. Það kunni að vera merki um að mestar líkur séu nú á eldgosi á því svæði. Magnús Tumi segir hinsvegar að hvorki jarðskjálftavirkni né aflögunargögn bendi til þess að þar sé nokkuð að gerast. „Ef við horfum til áratuga alda er alls ekki ólíklegt, bara líklegt. En ef við horfum til stöðunnar þar sem við sjáum merki um að eitthvað er að fara gerast þá sjáum við þau ekki núna. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en það eru engin merki sem benda til þess að þetta sé líklegri staður en hver annar.“ Áhætta fylgir því að vera í Grindavík Svartsengi og Sundhnúksgígaröðin séu áfram langlíklegustu upptakasvæði eldgoss. Þó sé ekki hægt að útiloka að það verði sunnar og hraun rynni áttina að Grindavík. Þá gætu gossprungur jafnvel opnast innan bæjarmarkanna. Magnús segir fólk taka vissa áhættu með því að vera í og gista í Grindavík. Fólk ætti að vera við því búið að geta yfirgefið staðinn mjög hratt. Þegar varnargarðarnir verða komnir upp sé hættan ekki liðin hjá, en verði mun minni. Þangað til verði að hafa allan varann á í Grindavík. „Þegar svona staða er uppi er viss áhætta tekin, en spurningin er hvort hún sé ásættanleg,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 11:45 Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. 2. janúar 2024 19:18 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Staðan á Reykjanesskaga er svipuð og verið hefur undanfarna daga, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Landris mælist enn við Svartsengi og miklar líkur eru taldar á að það endi með eldgosi eða kvikuinnskoti. Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að jarðskjálftavirkni sé svipuð og undanfarna daga. Enn mælist frekar lítil skjálftavirkni en hún er að mestu bundin við svæðið á milli Hagafells og Stóra Skógfells þar sem miðja kvikugangsins er staðsett. Áfram er einnig nokkur skjálftavirkni í Fagradalsfjalli en hún hefur verið viðvarandi frá 18. desember. Líkanreikningar benda til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst 18. desember „Þetta er að nálgast svipaða stöðu og var fyrir atburðinn 18. desember. En reynslan í Kröflu var sú að það þurfti alltaf að lyftast aðeins meira í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. „Þetta gætu verið mánuðir, jafnvel þónokkur ár með atburðum sem endurtaka sig. Það er bara staðan sem við erum í.“ Ekkert sem bendi til eldgoss umhverfis Krísuvík Umræða hefur verið uppi um að virkni kunni að vera færast yfir í önnur eldgosakerfi og hefur Krísuvík verið sérstaklega nefnd í því samhengi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í færslu á heimasíðu sinni í morgun að grunnir og dýpri skjálftar umhverfis Krísuvík gætu verið merki um það að þar sé lárétt kvikuinnskot á ferð. Það kunni að vera merki um að mestar líkur séu nú á eldgosi á því svæði. Magnús Tumi segir hinsvegar að hvorki jarðskjálftavirkni né aflögunargögn bendi til þess að þar sé nokkuð að gerast. „Ef við horfum til áratuga alda er alls ekki ólíklegt, bara líklegt. En ef við horfum til stöðunnar þar sem við sjáum merki um að eitthvað er að fara gerast þá sjáum við þau ekki núna. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en það eru engin merki sem benda til þess að þetta sé líklegri staður en hver annar.“ Áhætta fylgir því að vera í Grindavík Svartsengi og Sundhnúksgígaröðin séu áfram langlíklegustu upptakasvæði eldgoss. Þó sé ekki hægt að útiloka að það verði sunnar og hraun rynni áttina að Grindavík. Þá gætu gossprungur jafnvel opnast innan bæjarmarkanna. Magnús segir fólk taka vissa áhættu með því að vera í og gista í Grindavík. Fólk ætti að vera við því búið að geta yfirgefið staðinn mjög hratt. Þegar varnargarðarnir verða komnir upp sé hættan ekki liðin hjá, en verði mun minni. Þangað til verði að hafa allan varann á í Grindavík. „Þegar svona staða er uppi er viss áhætta tekin, en spurningin er hvort hún sé ásættanleg,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 11:45 Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. 2. janúar 2024 19:18 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 11:45
Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. 2. janúar 2024 19:18
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58