Loka dyrunum fyrir umboðsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 15:01 Erling Haaland er stærsta fótboltastjarna Norðmanna í dag enda einn allra besti framherji heims. Getty/Sebastian Widmann Norska knattspyrnusambandið hefur miklar áhyggjur af ásókn umboðsmanna í efnilegustu fótboltamenn þjóðarinnar og nú hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til aðgerða til að vega á móti þróun síðustu ára. Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland. Norski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland.
Norski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira