Nespresso ekki fyrir óbreytta starfsmenn Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 13:55 Jana Rós vil taka það skýrt fram að Lyfjastofnun greiði ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks. Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada. Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada.
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira