Ísak Snær tryggði íslenskan sigur með sögulegu marki Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 03:24 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Knattspyrnusamband Gvatemala Íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Gvatemala en leikur þjóðanna fór fram í Flórída í Bandaríkjunum. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik. Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira