Unglingur hótaði hópi með hnífi Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 07:25 Nokkuð margir fengu að gista á Hverfisgötunni í nótt. Þá kom hundur í stutta heimsókn á lögreglustöðina. Vísir/Vilhelm Talverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars var tilkynnt um hóp ungmenna þar sem einn af hópnum hafði ógnað öðrum hópi ungmenna með hnífi í Kópavogi. Ungmennin voru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Lögregla afgreiddi málið á staðnum þar sem hnífur var haldlagður og tilkynning send á barnaverndarnefnd. Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“ Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira