Sorglegt, sláandi og hræðilegt Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 15:59 Víðir reynir að horfa á björtu hliðarnar. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. „Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira