Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 12:00 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. „Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
„Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira