Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:51 Eldgos hófst í gærmorgun norðan við Grindavík. Um hádegisbil opnaðist önnur sprunga mun nær bænum. Björn Steinbekk Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að nýjar sprungur gætu komið í ljós á yfirborði næstu daga. Á vefmyndavélum sést að dregið hefur úr hraunflæði upp úr gossprungunum sem opnuðust í gær. „Flæðið úr syðri sprungunni sem opnaðist á hádegi í gær rétt við bæjarmörkin virðist hafa stöðvast. Megnið af hraunflæðinu er í suðvestur eftir leiðigarðinum sem reistur var og virðist hafa sannað gildi sitt.“ Erfitt sé að leggja mat á hversu lengi þetta gos muni standa. Dregið hefur úr skjálftavirkninni og samkvæmt GPS mælingum dregur úr hreyfingum á svæðinu. Áfram mælast þó hreyfingar syðst í kvikuganginum undir Grindavík. Hættumatskort óbreytt Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og er í beinu sambandi við almannavarnir og viðbragðsaðila á svæðinu um framvindu atburðarins. Vísindafólk hittist á samráðsfundi á vegum Veðurstofunnar í morgun þar sem farið var yfir gögn sem safnast hafa í tengslum við eldgosið. „Næstu dagar fara áfram í mælingar og öflun frekari gagna ásamt greiningu þeirra. Úr þeim gögnum er m.a. verið að vinna reiknilíkön til að átta sig betur á aðdraganda atburðarins og leggja mat á líklega framvindu eldgossins. Eins er verið að bera saman atburðarrásina 18. desember við eldgosið sem hófst í gær til að auka skilning á umbrotunum á svæðinu og leggja mat á hvaða sviðsmyndir eru líklegastar í framhaldinu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort byggt á nýjustu gögnum sem er óbreytt frá því síðast. Kortið gildir til kl. 19:00, miðvikudaginn 17. janúar að öllu óbreyttu. Hættumatskort Veðurstofunnar. Veðurstofan Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að nýjar sprungur gætu komið í ljós á yfirborði næstu daga. Á vefmyndavélum sést að dregið hefur úr hraunflæði upp úr gossprungunum sem opnuðust í gær. „Flæðið úr syðri sprungunni sem opnaðist á hádegi í gær rétt við bæjarmörkin virðist hafa stöðvast. Megnið af hraunflæðinu er í suðvestur eftir leiðigarðinum sem reistur var og virðist hafa sannað gildi sitt.“ Erfitt sé að leggja mat á hversu lengi þetta gos muni standa. Dregið hefur úr skjálftavirkninni og samkvæmt GPS mælingum dregur úr hreyfingum á svæðinu. Áfram mælast þó hreyfingar syðst í kvikuganginum undir Grindavík. Hættumatskort óbreytt Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og er í beinu sambandi við almannavarnir og viðbragðsaðila á svæðinu um framvindu atburðarins. Vísindafólk hittist á samráðsfundi á vegum Veðurstofunnar í morgun þar sem farið var yfir gögn sem safnast hafa í tengslum við eldgosið. „Næstu dagar fara áfram í mælingar og öflun frekari gagna ásamt greiningu þeirra. Úr þeim gögnum er m.a. verið að vinna reiknilíkön til að átta sig betur á aðdraganda atburðarins og leggja mat á líklega framvindu eldgossins. Eins er verið að bera saman atburðarrásina 18. desember við eldgosið sem hófst í gær til að auka skilning á umbrotunum á svæðinu og leggja mat á hvaða sviðsmyndir eru líklegastar í framhaldinu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort byggt á nýjustu gögnum sem er óbreytt frá því síðast. Kortið gildir til kl. 19:00, miðvikudaginn 17. janúar að öllu óbreyttu. Hættumatskort Veðurstofunnar. Veðurstofan
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira