Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:39 Fjöldi fólks var samankominn í Laugardalshöll í dag. Vísir/Sigurjón Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira