Tekinn með dóp í Skeifunni en sagðist hafa grætt vel á vændi Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2024 15:44 Maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars og var með 419.000 krónur í fórum sér. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna sagðist í skýrslutöku hafa aflað mikils magns reiðufjár, sem fannst í fórum hans, með því að stunda vændi. Þetta kemur fram í haldlagningarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti á mánudag. Maðurinn hafði krafist þess að fá farsíma sinn, sem hafði verið haldlagður af lögreglu vegna rannsóknar málsins, afhentan. Hann fær símann ekki að svo stöddu. Í úrskurði héraðsdóms eru fjögur lögreglumál mannsins frá mars og apríl síðasta árs reifuð. Í þeim öllum segir af því að maðurinn hafi verið handtekinn með nokkuð magn maríjúana í fórum sínum, lítið eitt af kókaíni og reiðufé. Að sögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að síminn yrði ekki afhentur, væri maðurinn grunaður um að hafa haft efnin í vörslum sínum í sölu- og dreyfingarskyni. Maðurinn hafi hins vegar kveðið efnin vera til eigin brúks. Í úrskurðinum segir að þegar maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars hafi hann verið með hinn umþrætta farsíma í fórum sínum auk reiðufjár, 419.000 krónur, 87 bandaríska dollara og 10 evrur, sem lagt var hald á. „Við skýrslutöku 16. apríl 2023 gekkst sóknaraðili við vörslum fyrrgreindra fíkniefna en greindi frá því að þau hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Einnig greindi hann frá því að hið fyrrgreinda reiðufé væri ágóði vændis sem hann hefði sjálfur stundað,“ segir í úrskurðinum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Vændi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta kemur fram í haldlagningarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti á mánudag. Maðurinn hafði krafist þess að fá farsíma sinn, sem hafði verið haldlagður af lögreglu vegna rannsóknar málsins, afhentan. Hann fær símann ekki að svo stöddu. Í úrskurði héraðsdóms eru fjögur lögreglumál mannsins frá mars og apríl síðasta árs reifuð. Í þeim öllum segir af því að maðurinn hafi verið handtekinn með nokkuð magn maríjúana í fórum sínum, lítið eitt af kókaíni og reiðufé. Að sögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að síminn yrði ekki afhentur, væri maðurinn grunaður um að hafa haft efnin í vörslum sínum í sölu- og dreyfingarskyni. Maðurinn hafi hins vegar kveðið efnin vera til eigin brúks. Í úrskurðinum segir að þegar maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars hafi hann verið með hinn umþrætta farsíma í fórum sínum auk reiðufjár, 419.000 krónur, 87 bandaríska dollara og 10 evrur, sem lagt var hald á. „Við skýrslutöku 16. apríl 2023 gekkst sóknaraðili við vörslum fyrrgreindra fíkniefna en greindi frá því að þau hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Einnig greindi hann frá því að hið fyrrgreinda reiðufé væri ágóði vændis sem hann hefði sjálfur stundað,“ segir í úrskurðinum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Vændi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira