Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 10:28 Samsung Galaxy S24 verður að mestu knúinn áfram af gervigreind. AP Photo/Haven Daley Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar. Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar.
Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira