HSÍ sendir Ölver viðvörun Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2024 12:57 Ný auglýsing Ölvers en HSÍ meinaði þeim að nota myndir af landsliðsmönnum í nýjum treyjum sínum. Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. „Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði. Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
„Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði.
Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16