Þakkar fyrir sig með kveðjupartý í Borgarleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 09:00 Dagur segir að honum líði eins og hann sé tólf ára aftur og viti ekki hvort einhverjir ætli að koma í afmælið sitt. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson heldur kveðjupartý í Borgarleikhúsinu á laugardag. Mörg hundruð manns eru búin að svara boðinu á Facebook. Dagur greiðir sjálfur fyrir veisluna og fær engan afslátt af leigu á leikhúsinu. „Við erum að borga þetta saman, fjölskyldan,“ segir Dagur og á þá við sig og eiginkonu sína, Örnu Dögg Einarsdóttur. Er þetta dýrt? „Þetta kostar, já. Ég veit ekki hvort þetta kosti álíka og brúðkaup en við Arna höfum sparað dálítið með því að gifta okkur bara einu sinni. Við ræddum þetta vel, en maður hættir bara einu sinni í svona stöðu. Mér leið eins og þetta væri það sem væri rétt að gera og ég vona að fólk finni þann hug sem að baki býr.“ Móttaka á miðvikudag í Höfða Í raun er um að ræða annað kveðjupartýið sem haldið er eftir að hann hættir sem borgarstjóri en á miðvikudag hélt Reykjavíkurborg móttöku í Höfða. Þangað var öllum boðið sem hafa starfað með Degi í hans borgarstjóratíð. Reykjavíkurborg greiddi fyrir móttökuna en hefð er fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá borginni, að borgin haldi slíkar móttökur við starfslok embættisfólks í yfirstjórn borgarinnar. Dagur hefur flutt skrifstofuna heim. Hér er hann á borgarstjóraskrifstofunni í vikunni áður en hann skilaði lyklunum til Einars Þorsteinssonar. Vísir/Einar „Þegar maður er búinn að vera lengi þá hefur maður unnið með svo mörgum og átt góð samskipti út um alla borg. Það er ótrúlega margt fólk sem hefur sýnt manni stuðning eða tekið þátt í einhverju,“ segir Dagur og að hann hafi langað að halda boð þar sem hann gæti tekið á móti fleirum. „Eftir því sem ég hugsaði það þá langaði mig ekki að þetta væri boð til að þakka mér, heldur langaði mig að þakka fyrir mig. Að halda boð fyrir allt þetta fólk. En ég renn alveg blint í sjóinn með þetta og líður dálítið eins og ég sé tólf ára aftur. Að sé að halda afmælið mitt og ég viti ekki hvort einhver komi,“ segir Dagur og hlær. Tækifæri á tímamótum Spurður af hverju Borgarleikhúsið varð fyrir valinu segir Dagur að hann hafi viljað geta boðið mörgum og að það séu ekki margir salir sem geti tekið á móti svo miklum fjölda. Hann segir að dagskráin verði stutt og á léttum nótum. „Það verður smá tónlist og smá tal en þetta er ekki síður gert til að koma saman og hitta fólk,“ segir Dagur og að hann vonist til þess að geta átt skemmtilega samveru með fólki. Dagur og Einar við lyklaskiptin í vikunni. Vísir/Einar Dagur hætti sem borgarstjóri í vikunni eftir tíu ár og tók við sem formaður borgarráðs. Hann er enn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir þessi tímamót tækifæri. „Ég er búinn að hefja aðlögun. Ég flutti skrifstofuna heim fyrst um sinn og er að finna nýjan takt. Ég ákvað að líta á þessi tímamót sem einhvers konar tækifæri.“ Viðburðinn er hægt að kynna sér hér. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Við erum að borga þetta saman, fjölskyldan,“ segir Dagur og á þá við sig og eiginkonu sína, Örnu Dögg Einarsdóttur. Er þetta dýrt? „Þetta kostar, já. Ég veit ekki hvort þetta kosti álíka og brúðkaup en við Arna höfum sparað dálítið með því að gifta okkur bara einu sinni. Við ræddum þetta vel, en maður hættir bara einu sinni í svona stöðu. Mér leið eins og þetta væri það sem væri rétt að gera og ég vona að fólk finni þann hug sem að baki býr.“ Móttaka á miðvikudag í Höfða Í raun er um að ræða annað kveðjupartýið sem haldið er eftir að hann hættir sem borgarstjóri en á miðvikudag hélt Reykjavíkurborg móttöku í Höfða. Þangað var öllum boðið sem hafa starfað með Degi í hans borgarstjóratíð. Reykjavíkurborg greiddi fyrir móttökuna en hefð er fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá borginni, að borgin haldi slíkar móttökur við starfslok embættisfólks í yfirstjórn borgarinnar. Dagur hefur flutt skrifstofuna heim. Hér er hann á borgarstjóraskrifstofunni í vikunni áður en hann skilaði lyklunum til Einars Þorsteinssonar. Vísir/Einar „Þegar maður er búinn að vera lengi þá hefur maður unnið með svo mörgum og átt góð samskipti út um alla borg. Það er ótrúlega margt fólk sem hefur sýnt manni stuðning eða tekið þátt í einhverju,“ segir Dagur og að hann hafi langað að halda boð þar sem hann gæti tekið á móti fleirum. „Eftir því sem ég hugsaði það þá langaði mig ekki að þetta væri boð til að þakka mér, heldur langaði mig að þakka fyrir mig. Að halda boð fyrir allt þetta fólk. En ég renn alveg blint í sjóinn með þetta og líður dálítið eins og ég sé tólf ára aftur. Að sé að halda afmælið mitt og ég viti ekki hvort einhver komi,“ segir Dagur og hlær. Tækifæri á tímamótum Spurður af hverju Borgarleikhúsið varð fyrir valinu segir Dagur að hann hafi viljað geta boðið mörgum og að það séu ekki margir salir sem geti tekið á móti svo miklum fjölda. Hann segir að dagskráin verði stutt og á léttum nótum. „Það verður smá tónlist og smá tal en þetta er ekki síður gert til að koma saman og hitta fólk,“ segir Dagur og að hann vonist til þess að geta átt skemmtilega samveru með fólki. Dagur og Einar við lyklaskiptin í vikunni. Vísir/Einar Dagur hætti sem borgarstjóri í vikunni eftir tíu ár og tók við sem formaður borgarráðs. Hann er enn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir þessi tímamót tækifæri. „Ég er búinn að hefja aðlögun. Ég flutti skrifstofuna heim fyrst um sinn og er að finna nýjan takt. Ég ákvað að líta á þessi tímamót sem einhvers konar tækifæri.“ Viðburðinn er hægt að kynna sér hér.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40