„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 18. janúar 2024 21:25 Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira