Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 23:01 Einar Jóhannes Einarsson, Hafnfirðingur, hefur boðið Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín upp á ókeypis skutl. Aðsent/Vísir/Vilhelm Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira