Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 15:19 Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Fitness sport. Vísir/vilhelm Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt. Lyf Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt.
Lyf Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira