„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 16:31 Helga Árnadóttir segir forsvarsmenn Bláa lónsins vinna í nánu samstarfi við yfirvöld og almannavarnir. Vísir/Arnar Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira