Stjórn og stjórnarandstaða samhuga vegna Grindavíkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 12:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar ræddi meðal annars við fréttastofu vegna aðgerða í þágu Grindvíkinga. Vísir/Arnar Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á Alþingi eru samhuga um það að þær aðgerðir sem gripið verður til fyrir Grindvíkinga verði þverpólitískt verkefni. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“ Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“
Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent