HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 13:38 Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við undirritun samningsins. Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Þar segir að húsið sé er lykillinn að frekari sókn HR í rannsóknum og kennslu í tæknigreinum og efli samstarf skólans við atvinnulífið. Gert er ráð fyrir að húsið verði samnýtt með sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum og stofnunum í tækniþróun og rannsóknum. Þannig sé til dæmis gert ráð fyrir að áhersla verði lögð á aðstöðu fyrir öflugar byggingarannsóknir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er um að ræða mikið framfaraskref, enda verður húsið eitt það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. „Háskólinn í Reykjavík hefur verið mikill brautryðjandi í tæknigreinum og útskrifar yfir helming allra þeirra sem ljúka háskólaprófi í raunvísinda-, verkfræði- og tæknigreinum (STEM) hér á landi. Skólinn hefur metnað til að auka fjölbreytni námsins og bæta kennslu og rannsóknir. Til að svo megi verða þarf hann fjölbreyttara húsnæði. Ekki má heldur gleyma því að góðir háskólar eru forsenda öflugs atvinnulífs sem kallar eftir því að nemendum í tæknigreinum og verkfræði fjölgi. Við vitum að það vantar þúsundir sérfræðinga á því sviði næstu ár, ef vaxtaspár hugverkaiðnaðarins eiga að ná fram að ganga, og með sókn á þessu sviði verður auðveldara að mæta þessum þörfum.“ Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segir að verulega sé farið að þrengja að starfsemi skólans og að nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús myndi gjörbylta allri aðstöðu til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. „Okkur vantar sveigjanleg verkefnarými og nemendadrifin verkefni eins og smíði keppnisbíla og róbóta fengju stórbætta aðstöðu í slíku húsi. Við viljum hlúa betur að hagnýtu, verktengdu námi og skapa ný tækifæri, bæði hvað varðar þjálfun nemenda, gæði rannsókna og samstarf við atvinnulífið. Við fögnum því að ráðherra veiti verkefninu þennan stuðning því hann gerir okkur kleift að ljúka forhönnun hússins og í framhaldinu getur fasteignafélag skólans vonandi fjármagnað byggingaframkvæmdirnar sjálfar.“ Gert er ráð fyrir að rannsókna- og nýsköpunarhúsið verði á næstu lóð við aðalbyggingu HR, þ.e. við Menntasveig 4, en leyfilegt byggingarmagn þar er 11.300 fermetrar. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er um 3,7-4,6 milljarðar króna eftir því hve sérhæfð aðstaðan verður. Stefnt er að stuttum framkvæmdatíma og standa vonir til þess að húsið geti orðið tilbúið árið 2025. Háskólar Vísindi Nýsköpun Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þar segir að húsið sé er lykillinn að frekari sókn HR í rannsóknum og kennslu í tæknigreinum og efli samstarf skólans við atvinnulífið. Gert er ráð fyrir að húsið verði samnýtt með sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum og stofnunum í tækniþróun og rannsóknum. Þannig sé til dæmis gert ráð fyrir að áhersla verði lögð á aðstöðu fyrir öflugar byggingarannsóknir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er um að ræða mikið framfaraskref, enda verður húsið eitt það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. „Háskólinn í Reykjavík hefur verið mikill brautryðjandi í tæknigreinum og útskrifar yfir helming allra þeirra sem ljúka háskólaprófi í raunvísinda-, verkfræði- og tæknigreinum (STEM) hér á landi. Skólinn hefur metnað til að auka fjölbreytni námsins og bæta kennslu og rannsóknir. Til að svo megi verða þarf hann fjölbreyttara húsnæði. Ekki má heldur gleyma því að góðir háskólar eru forsenda öflugs atvinnulífs sem kallar eftir því að nemendum í tæknigreinum og verkfræði fjölgi. Við vitum að það vantar þúsundir sérfræðinga á því sviði næstu ár, ef vaxtaspár hugverkaiðnaðarins eiga að ná fram að ganga, og með sókn á þessu sviði verður auðveldara að mæta þessum þörfum.“ Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segir að verulega sé farið að þrengja að starfsemi skólans og að nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús myndi gjörbylta allri aðstöðu til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. „Okkur vantar sveigjanleg verkefnarými og nemendadrifin verkefni eins og smíði keppnisbíla og róbóta fengju stórbætta aðstöðu í slíku húsi. Við viljum hlúa betur að hagnýtu, verktengdu námi og skapa ný tækifæri, bæði hvað varðar þjálfun nemenda, gæði rannsókna og samstarf við atvinnulífið. Við fögnum því að ráðherra veiti verkefninu þennan stuðning því hann gerir okkur kleift að ljúka forhönnun hússins og í framhaldinu getur fasteignafélag skólans vonandi fjármagnað byggingaframkvæmdirnar sjálfar.“ Gert er ráð fyrir að rannsókna- og nýsköpunarhúsið verði á næstu lóð við aðalbyggingu HR, þ.e. við Menntasveig 4, en leyfilegt byggingarmagn þar er 11.300 fermetrar. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er um 3,7-4,6 milljarðar króna eftir því hve sérhæfð aðstaðan verður. Stefnt er að stuttum framkvæmdatíma og standa vonir til þess að húsið geti orðið tilbúið árið 2025.
Háskólar Vísindi Nýsköpun Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira