Virkjanir í Ölfusi og hagsmunir Hvergerðinga Njörður Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 09:02 Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ölfus Skipulag Orkumál Orkuskipti Njörður Sigurðsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar