Reiður Klopp kom Salah til varnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 07:31 Mohamed Salah sneri aftur til Englands eftir að hafa meiðst á Afríkumótinu. getty/Ulrik Pedersen Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kom Mohamed Salah til varnar þegar fréttamaður efaðist um heilindi Egyptans. Salah meiddist í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í síðustu viku. Hann fór í kjölfarið aftur til Englands. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Salah snúi aftur til Fílabeinsstrandarinnar, þar sem Afríkumótið fer fram, og spili í útsláttarkeppninni. Einhverjir hafa efast um heilindi Salahs og segja að hann hafi valið félagsliðið sitt fram yfir landsliðið. Eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Fulham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær var Klopp spurður út í þessa umræðu. Og hann brást ókvæða við. „Ég get ekki tekið þátt í þessari umræðu. Egyptaland og Liverpool vilja bæði að Salah nái sér af meiðslunum sem fyrst. Ef hann dvelur þarna og getur ekki farið í gegnum endurhæfingu tefur það allt, sérstaklega fyrir Egyptaland, ef liðið fer áfram í mótinu,“ sagði Klopp. „Við fengum hann ekki hingað því við viljum taka hann frá Egyptalandi heldur því við viljum bjóða honum upp á bestu mögulegu meðferðina. Þetta er allt klappað og klárt. Ef Egyptaland fer í úrslit fer Mo aftur, hundrað prósent. Mo vill það. Einhverjir hafa efast um heilindi Salah en þeir ættu að líta í eigin barm því Mo er tryggasti Egypti sem ég hef hitt á ævinni.“ Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum deildabikarsins með jafnteflinu við Fulham í gær. Rauði herinn vann fyrri leikinn á Anfield, 2-1, og einvígið því 3-2 samanlagt. Egyptaland mætir Kongó í sextán liða úrslitum Afríkumótsins á sunnudaginn. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Salah meiddist í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í síðustu viku. Hann fór í kjölfarið aftur til Englands. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Salah snúi aftur til Fílabeinsstrandarinnar, þar sem Afríkumótið fer fram, og spili í útsláttarkeppninni. Einhverjir hafa efast um heilindi Salahs og segja að hann hafi valið félagsliðið sitt fram yfir landsliðið. Eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Fulham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær var Klopp spurður út í þessa umræðu. Og hann brást ókvæða við. „Ég get ekki tekið þátt í þessari umræðu. Egyptaland og Liverpool vilja bæði að Salah nái sér af meiðslunum sem fyrst. Ef hann dvelur þarna og getur ekki farið í gegnum endurhæfingu tefur það allt, sérstaklega fyrir Egyptaland, ef liðið fer áfram í mótinu,“ sagði Klopp. „Við fengum hann ekki hingað því við viljum taka hann frá Egyptalandi heldur því við viljum bjóða honum upp á bestu mögulegu meðferðina. Þetta er allt klappað og klárt. Ef Egyptaland fer í úrslit fer Mo aftur, hundrað prósent. Mo vill það. Einhverjir hafa efast um heilindi Salah en þeir ættu að líta í eigin barm því Mo er tryggasti Egypti sem ég hef hitt á ævinni.“ Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum deildabikarsins með jafnteflinu við Fulham í gær. Rauði herinn vann fyrri leikinn á Anfield, 2-1, og einvígið því 3-2 samanlagt. Egyptaland mætir Kongó í sextán liða úrslitum Afríkumótsins á sunnudaginn.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira